Erlent

Óttast að olíudeila verði langvinn

Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Löndin hafa deilt um olíu- og gasverð um nokkurt skeið. Rússar lokuðu fyrir olíudælingu til Evrópu, í gegnum leiðslur í Hvíta-Rússlandi, og sögðu þarlenda stela olíu. Þar með berst engin olía eftir þeirri leið til fjölmargra Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands og Póllands.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur harðlega gagnrýnt, það sem hún kallar, einhliða aðgerðir Rússa. Á sama tíma segir Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×