Erlent

20 þúsund hermenn til Íraks

Bush hefur víst ákveðið að senda 20 þúsund hermenn til Íraks og verða þeir þar til þess að berjast en ekki til þess að þjálfa sveitir íraska hersins.
Bush hefur víst ákveðið að senda 20 þúsund hermenn til Íraks og verða þeir þar til þess að berjast en ekki til þess að þjálfa sveitir íraska hersins. MYND/AP

Áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi nýja stefnu í stríðinu í Írak þykir ekki boða miklar breytingar. 20 þúsund hermenn í viðbót verða sendir til Íraks og Írakar eiga að taka við öryggisgæslu í öllum héruðum fyrir lok nóvember. Meirihluti hermanna á að fara til Bagdad en 4 þúsund verða sendir til Anbar héraðsins.

Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í kvöld. Öruggt þykir að helsta áskorun Bush sé að selja áætlun sína hinum ameríska kjósanda því þeir eru ekki ánægðir með frammstöðu hans í stríðsrekstrinum. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta séu aðeins nýjar umbúðir á gömlum pakka. Einnig má búast við því að demókratar vilji festa sig í sessi með því að takmarka fjárveitingar sem Bush biður um.

Á sama tíma hefur bandaríski herinn hafið sprengjuárásir á grunaðar búðir al-Kaída liða í Sómalíu. Herinn neitaði fyrst að staðfesta fregnir af sprengjuárásunum en hefur nú viðurkennt að taka þátt í þeim.

Búist er við því að Bush eigi eftir að segja að betra sé að berjast við öfgamennina að heiman heldur en heima og reyna þannig að ná til amerísks almennings. Einnig hefur verið bent á að ósigur Bandaríkjanna í Sómalíu árið 1993-4 sem ástæðu fyrir því að al-Kaída varð að því afli sem það er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×