Erlent

Rússar og Hvítrússar semja um olíu

Olíuleiðslur og dælustöð í Hvíta Rússlandi.
Olíuleiðslur og dælustöð í Hvíta Rússlandi. MYND/AP

Hvíta Rússland segir að samkomulag hafi náðst um að hefja aftur útflutning á Rússneskri olíu til vestur Evrópu, en hann hefur legið niðri í þrjá daga vegna deilu Rússlands og Hvíta Rússlands um verð á olíu frá fyrrnefnda landinu til þess síðarnefnda.

Rússar ákváðu einhlita að tvöfalda verð á olíu til Hvít Rússa sem svöruðu fyrir sig með því að leggja flutningsgjald á olíu um leiðslu til Vestur-Evrópu, sem liggur um land þeirra. Rússar neituðu að greiða flutningsgjaldið og Hvít Rússar tóku sér þá sjálfir greiðslu með því að tappa olíu af leiðslunni.

Rússar tóku þá það til bragðs að skrúfa fyrir olíu um leiðsluna, og stöðva þannig bæði aftöppun Hvít Rússa og olíu til Vestur-Evrópu. Því mótmælti Evrópusambandið harðlega. Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands sagði í dag að náðst hefði málamiðlun í deilunni og eiga forsætisráðherrar landanna að útfæra hana og leggja fyrir Lukashenko og Alexander Putin, á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×