Erlent

Íþaka fundin ?

Grískar eyjar geyma mörg leyndarmál; líka Íþöku ?
Grískar eyjar geyma mörg leyndarmál; líka Íþöku ? MYND/Eric Rymer

Breskir fræðimenn telja sig vera búnir að finna hina foru eyju Íþöku þar sem hetja Hómers Ódysseifur bjó. Ef Íþaka er fundin er það varla minni atburður en þegar Trója fannst í Tyrklandi árið 1870. Vísindamennirnir hafa verið að bora djúpar holur á eynni Paliki til þess að leita vísbendinga um hvernig landslagið hafi breyst á síðustu árþúsundum.

Raunar veit enginn með vissu hvort Ódysseifur og Íþaka voru yfirleitt til. Fundur Tróju hefur þó orðið til þess að margir vísamenn telja að kviður Hómers hafi ekki verið einber skáldskapur. Vísindamennirnir á Paliki hafa ekki fundið nein merki um rústir ennþá, en segja að við því hafi þeir ekki búist.

Fyrst þurfi þeir að átta sig á því hvernig landslagið hafi breyst, svo verði farið að grafa eftir rústum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×