Erlent

Vildi ekki hulið höfuð

Mynd/AP

Egypskur ráðherra rak aðstoðarkonu sína út af fundi, þegar hún neitaði að fjarlægja höfuðbúnað sinn, sem huldi allt nema augu hennar. Það var trúarmálaráðherra Egyptalands sem þetta gerði.

Klæðnaðurinn sem konan bar nefnist niqab og hylur allt höfuðið og andlitið, nema hvað örlitlar rifur eru fyrir augun. Hamdi Zaqzuq, ráðherra var að halda fund með trúarráðgjöfum og bænaleiðurum, og hann vildi að konan fjarlægði allavega blæjuna frá andlitinu. Þegar hún neitaði var henni vísað á dyr.

Ráðherrann sagðist algerlega á móti niqab, enda engin krafa um notkun hans í Kóraninum. Hann sagðist ekki skilja hvernig fólk ætlaði að kenna og miðla af þekkingu sinni, þegar ekki væri hægt að sjá framan í það.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×