Erlent

Leitað að málverki eftir Da Vinci

Madonnu málverk Leonardos Da Vinci.
Madonnu málverk Leonardos Da Vinci. MYND/Reuters

Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens.

Borgaryfirvöld hafa nú gefið leyfi fyrir því að veggurinn verði brotinn niður og leitað að veggmálverkinu en það er talið vera af baráttunni við Anghiari og er málverkið oft kallað hinn „Týndi Leonardo." Da Vinci var ráðinn af borgaryfirvöldum til þess að málaverkið til þess að minnast sigurs þeirra í bardaganum en sumir listfræðingar telja að málað hafi verið yfir það síðar meir.

Enginn tímarammi hefur verið settur á verkefnið en þó sagði borgarstjórinn í Flórens að það myndi ekki taka langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×