Erlent

Nei er ekkert svar

Ronald hafnaði synjuninni.
Ronald hafnaði synjuninni.

Það er ekki óalgengt, í Bandaríkjunum, að svokallaðir hausaveiðarar frá stórfyrirtækjum fari í skóla til þess að leita að framtíðar starfsmönnum. Ekki er ekki heldur óalgengt að nemendur byrji að leita fyrir sér, og skrifa fyrirtækjum, þegar kemur að námslokum. Einn nemandi skrifaði eftirfarandi bréf:

Kæri herra Connors.

Þakka þér fyrir bréf þitt frá 17. febrúar. Að vel íhuguðu máli harma ég að þurfa að tilkynna þér að ég get ekki tekið til greina synjun þína, á umsókn minni um starf við fyrirtæki þitt.

Ég hef verið sérstaklega lánsamur á þessu ári, í því að ég hef fengið óvenju mörg synjunarbréf. Með svo breiðan og og efnilegan hóp að velja úr, er ógerlegt fyrir mig að taka öllum synjunum.

Þrátt fyrir einstaka hæfni og fyrri reynslu ykkar við að synja umsóknum, verð ég að segja að hún mætir ekki þörfum mínum á þessum tímapunkti. Ég mun því hefja störf hjá fyrirtæki þínu strax að námi loknu. Ég hlakka til að sjá ykkur öll,

Með bestu kveðjum

Ronald Helm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×