Innlent

Vill að skólar banni fjárhættuspil og beiti viðurlögum

Formaður Heimilis og skóla segir mikilvægt að skólar setji reglur sem banni fjárhættuspil og hafi viðurlög til að grípa til séu reglurnar brotnar.

Ráðgjafi í spilafíkn sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að dæmi væru um að unglingar í grunnskóla spiluðu fjárhættuspil, eins og Texas holden póker, innan veggja skólanna. Spilið er þó mest spilað í heimahúsum og oft fram á nótt.

María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, segir það koma á óvart að dæmi séu til um að grunnskólabörn spili fjárhættuspil á skólatíma. Og því sé mikilvægt að reglur í skólunum kveði á um annað og að gripið sé til viðurlaga séu reglurnar brotnar. Og telur hún einnig miklilvægt að skólarnir upplýsi foreldra um stöðuna. María Kristín segir foreldrana vera mikilvægasta í forvörnum fyrir börnin. Nauðsynlegt sé að foreldrar viti hverjir vinir barna þeirra eru og helst þekki foreldra þeirra og eigi við þau samskipti um hvað börnin séu að gera.

María Kristín segir mikilvægt að settar séu reglur á heimilum um nýja tækni eins og farsíma og internet. Enn sé alltof algengt að börn hafi nettengdar tölvur í herbergjum sínum. Betra er að hafa nettengdar tölvur í opnum rýmum þar sem foreldrar geti fylgst með.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×