Erlent

Ég gaf skipanir um að drepa alla í þorpunum

Hassan al-Majeed, eða Efnavopna Ali.
Hassan al-Majeed, eða Efnavopna Ali. MYND/AP

Efnavopna Ali, frændi Saddams Hussein, var kokhraustur fyrir rétti í dag, þar sem hann hefur verið kærður fyrir þjóðarmorð. Hann kvaðst hafa skipað hermönnum að drepa alla þá sem ekki hlýddu skipunum um að yfirgefa þorp sín, í herförinni gegn kúrdum árið 1988.

"Ég gaf hernum skipanir um að líta á þessi þorp sem bannsvæði, og handtaka og drepa alla þá sem þar fyndust, eftir að þeir hefðu verið rannsakaðir. Ég gaf skipanir um að tæma þorpin og ég tók þessar ákvarðanir án þess að ráðfæra mig við herstjórnina eða formann Bath flokksins. Þetta segi ég frammi fyrir dómstól ykkar og frammi fyrir Guði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×