Erlent

Yfir 100 hengdir til að hefna fyrir Saddam Hussein

Saddam Hussein. Hans hefur verið grimmilega hefnt.
Saddam Hussein. Hans hefur verið grimmilega hefnt.

Yfir eitthundrað sjía múslimar hafa verið hengdir í ljósastaurum og símastaurum í Bagdad, í hefndarskyni fyrir aftöku Saddams Hussein. Hinir hengdu eru venjulegir óbreyttir borgarar, sem súnní múslimar safna saman í stóra hópa til að hengja opinberlega.

Eitt slíkt fjöldamorð var framið á Haifa stræti í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Í þann mund sem verslunareigendur voru að opna dyr sínar komu þrjár smárútur á mikilli ferð og stoppuðu á miðju strætinu. Út úr þeim stukku byssumenn sem drógu svo út úr rútunum fjölda fólks sem var með bundið fyrir augun.

Köðlum var kastað yfir ljósastaura og rafmagnsstaura og snörur bundnar um háls fólksins. Sumir börðust um og reyndu að flýja. Þeir voru skotnir og svo hengdir upp. Þeir sem ekki sýndu mótspyrnu voru hífðir upp á hálsinum og sprikluðu þar og spörkuðu þartil þeir köfnuðu.

Einn verslunareigendanna sagði að hann hefði talið tuttugu og þrjú lík. Hann sagði að hann sjálfur væri súnní múslimi, eins og flestir íbúar strætisins, og hann styddi því þessar hengingar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×