Erlent

Kjötæta afhjúpuð

Moira Anderson fær stelpuútgáfu af flottu göllunum sem félagar hennar eru í.
Moira Anderson fær stelpuútgáfu af flottu göllunum sem félagar hennar eru í. MYND/AP

Moira Cameron, sem er 42 ára undirforingi í breska hernum, mun á næstunni ganga í lið varðsveitarinnar við Tower of London. Ástæðan fyrir því að þetta þykir fréttnæmt er sú að varðsveitin hefur starfað frá árinu 1337 og Moira er fyrsta konan sem tekin er í sveitina.

Varðsveitin gengur daglega undir nafninu Beefeaters eða kjötæturnar. Það nafn mun hafa orðið til á miðöldum, en skýrslur sýna að árið 1813 fengu þeir þrjátíu varðmenn sem voru á vakt hverju sinni dagskammt sem hljóðaði upp á tólf kíló af nautakjöti, níu kíló af lambakjöti og átta kíló af kálfakjöti. Verði þér að góðu Moira mín.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×