Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar 11. janúar 2007 18:45 Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira