Erlent

Klósettfiskabúr?

Nú er hægt að hafa fiska í klósettinu sjálfu og því skálar eins og þessar orðnar óþarfar.
Nú er hægt að hafa fiska í klósettinu sjálfu og því skálar eins og þessar orðnar óþarfar. MYND/Vísir

Þeir sem ætla sér að endurnýja baðherbergið hjá sér á næstunni gætu haft áhuga á því nýjasta í bransanum, klósett sem er líka fiskabúr. Klósettið, sem á frummálinu er kallað „Fish 'n Flush", er gegnsætt og samanstendur af vatnskassa og fiskabúri.

„Við vildum hanna vöru sem hefði tvöfaldan tilgang. Annars vegar klósett sem virkaði fullkomnlega eðlilega og hins vegar eitthvað sem væru uppspretta umræðna og gleði." sagði Devon Niccole, markaðsstjóri fyrirtækisins sem bjó „Fish 'n Flush" til. Vatnskassinn passar á flestar tegundir klósetta og lítið mál er að taka fiskabúrið af svo hægt sé að þrífa það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×