Viðskipti erlent

Minni hagnaður hjá Samsung

Sjónvarp frá Samsung.
Sjónvarp frá Samsung. Mynd/AFP

Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum.

Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam rúmlega 2,3 trilljónum wona, sem jafngildir 168,8 milljörðum íslenskra króna. Það er 8,5 prósentum minni hagnaður en árið á undan.

Meðalverð á minniskortum á borð við þau sem notuð eru í stafrænar myndavélar hafa lækkað nokkuð, ekki síst frá Samsung, sem sá á eftir 19 prósenta verðlækkun á fjórðungnum frá síðustu þremur mánuðum á undan.

Þá hefur hátt gengi wonsins, gjaldmiðils Suður-Kóreu orðið þess valdandi að útflutningur frá landinu hefur dregist saman, ekki síst til Bandaríkjanna. Það hefur komið illa niður á fyrirtækjum á borð við Samsung, að sögn breska ríkisútvarpsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×