Tónlist

Slægur fer gaur með gígju

Á sunnudaginn var hófst endurflutningur á sjö þátta seríu um Bob Dylan frá árinu 1989. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas og eru þættirnir á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20:00.

 

Í þessari sjö þátta röð rekur Megas ævi- og tónlistarferil Bob Dylans. Megas fer yfir hljómplöturnar sem Dylan gaf út, ræðir persónulegu þætti ævi hans sem höfðu áhrif á tónlistarsköpun hans og þau fjölmörgu hljómleikaferðalög sem hann lagði í.

Fyrr í vetur voru endurfluttir þættir sem Megas gerði um rokk-konunginn Elvis Presley við góðan orðstír. Hér eru á ferðinni frábærir þættir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Megas hefur skemmtilega nálgun á feril tónlistarmannsins og orðsnilldin er engu lík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×