Erlent

Handteknir fyrir að fita hundinn

Tveir breskir bræðir hafa verið dæmdir fyrir brot á dýraverndunarlögum en þeir gáfu hundinum sínum Rusty meira að éta en honum var gott. Vesalings Labradorhundurinn þyngdist um næstum fjórtán kíló á tveimur árum og eins og sjá má líkist hann meira rostungi en venjulegum hvutta.

Bræðurnir, sem eru 53 og 62 ára gamlir, kváðust hins vegar aðeins hafa dekrað hundinn vegna mikillar væntumþykju í hans garð og því ákváðu dómarar að skilorðsbinda refsingu þeirra gegn gegn því að þeir gæfu greyið dýrinu minna að éta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×