Erlent

Blair ver utanríkisstefnu sína

MYND/AP

Tony Blair sagði í ræðu í dag að utanríkisstefna hans, sem felst í fyrirbyggjandi árásum, væri kannski umdeild en að hún væri rétt og að nauðsynlegt væri að halda henni áfram. Hann viðurkenndi þó að breski herinn væri of upptekinn um þessar mundir en íhaldsmenn í Bretlandi hafa sagt það vera hans einu arfleifð.

Blair hélt ræðu sína um borð í herskipinu HMS Albion í Plymouth á Englandi. Þar hélt hann því fram að þær hættur sem steðjuðu að Bretum og afganginum af heiminum væru af nýrri tegund og að þær leiddu til annað hvort friðargæslustarfa eða styrjaldar gegn hryðjuverkamönnum.

„Hryðjuverkamenn verða ekki sigraðir með stríði en það er ekki hægt að sigra þá án þess." sagði Blair í ræðunni og hvatti til þess að fjárútlát vegna hersins yrðu aukin svo að Bretar gætu verið framarlega í baráttunni gegn hryðjuverkum og verndað sín gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×