Innlent

Vilja láta kjósa um álver í Helguvík

Tölvugerð mynd af álveri í Helguvík.
Tölvugerð mynd af álveri í Helguvík.

Rúmlega 50 manns sóttu opinn fund Sólar á Suðurnesjum sem haldin var í Svarta Pakkhúsinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Kröfðust fundarmenn þess að fallið yrði frá áformum um álver í Helguvík og virkjanir á Reykjanesskaganum þar til vilji íbúa hefur verið kannaður með kosningu.

Vísa félagar Sólar á Suðurnesjum til þess að Hafnfirðingar fái að kjósa um stækkun álvers í Straumsvík jafnvel þótt virkjanir vegna stækkunarinnar þar verði í öðrum landshluta.

Öll mannvirki vegna stóriðjuáforma í Helguvík verði hinsvegar á Reykjanesskaganum sjálfum og því sé réttur Suðurnesjamanna til að kjósa um málið augljós að mati fundarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×