Erlent

Mengunarslys í Noregi

Óttast er að um þrjú hundruð tonn af hráolíu hafi lekið í sjóinn úr flutningaskipinu Server, sem strandaði við Fedje skammt norður af Björgvin í Noregi í gærkvöldi.

Tuttugu og fimm skipverjum var öllum bjargað í land en skipið brotnaði í tvennt nokkru síðar. Tæp sex hundruð tonna hráolíu voru í skipinu þegar það strandaði og rétt rúm sjötíu tonn af díselolíu.

Samkvæmt norska útvarpinu hefst hreinsunarstarf í birtingu og talið að veður og vindar séu hagstæðir til starfans. Skipið er hundrað og áttatíu metra langt og skráð á Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×