Erlent

Óttast eldgos á Komoroeyjum

Almannavarnir á Komoroeyjum eru komnar í viðbragðsstöðu vegna þess að eldfjallið Karthala er enn einusinni farið að láta á sér bæra. Reykur stígur upp af fjallinu og það hafa komið snarpir jarðskjálftar. Árið 2005 þurftu tugþúsundir íbúa að flýja heimili sín vegna eldgoss í fjallinu.

Komoroeyjar eru á Indlandshafi og íbúar þar eru um 600 þúsund. Kartahala er eitt af virkustu eldfjöllum heims og hefur að meðaltali gosið á 11 ára fresti síðustu tvöhundruð árin. Það er ekki síst eitrað gas sem menn eru hræddir við, því það hefur áður kostað mannslíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×