Erlent

Samræði jafngildir nauðgun ef kona hefur verið seld mansali

Dómsmálaráðherra Danmerkur segir að hægt sé að refsa viðskiptavinum vændiskvenna fyrir nauðgun, ef hann ef þeir vita að konurnar sem þeir eiga á viðskipti hafa verið seldar mansali. Mansal er mikið vandamál um allan heim og árlega eru þúsundir kvenna glaptar í vændi.

Vinstri flokkurinn í Danmörku lagði á síðsta ári fram frumvarp til laga, þar sem tveggja ára fangelsisdómur skyldi liggja við því að eiga mök við vændiskonu sem hefði verið seld mansali. Lene Espersen, dómsmálaráðherra, segir að það sé þegar hægt að beita refsingum við slíku athæfi.

Í svari dómsmálaráðherrans við fyrirspurn kom fram að hún vissi ekki til þess að enn hefði verið höfðað mál í slíku tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×