Breskir læknar munu í næstu viku fara framá að meira fé verði varið til þess að lækna spilafíkla, sem fer stöðugt fjölgandi. Læknum finnst sláandi hvað spilafíklar eru farnir að vera ungir að árum, og segja að strax verði að taka í taumana.
Á fundi bresku læknasamtakanna að rannsókn hefði leitt í ljós að þrír fjórðu unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára hefðu spilað í spilakössum og að fimm prósent þeirra sýndu merki um spilafíkn. Á síðasta ári bárust hjálparlínu fyrir spilafíkla 900 hringingar frá unglingum undir átján ára, en það voru um fjögur prósent þeirra sem hringdu.
Fyrrverandi spilafíkill sem nú vinnur við að aðstoða slíka, sagði að,fyrir tíu eða fimmtán árum hefði meðalaldur spilafíkla sem þeir hans leituðu verið 45 ár. Nú séu flestir á bilinu 25-30 ára.