Drengjum bjargað úr klóm mannræningja 13. janúar 2007 19:15 Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira