Körfubolti

Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag

Það var mikið um dýrðir í DHL-Höllinni í dag og ljóst er að hátíðin sem á sér stað í kringum stjörnuleikina á hverjum ári á fullan rétt á sér.
Það var mikið um dýrðir í DHL-Höllinni í dag og ljóst er að hátíðin sem á sér stað í kringum stjörnuleikina á hverjum ári á fullan rétt á sér.

Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu.

Erlendu leikmennirnir höfðu nokkra yfirburði í stjörnuleik karla og unnu að lokum 142-120 sigur í stórskemmtilegum leik þar sem fjölmörg frábær tilþrif og troðslur litu dagsins ljós. Þórsarinn Kevin Sowell var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig fyrir erlenda liðið. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig.

Skallagrímsmaðurinn Axel Kárason vann þriggja stiga keppnina sem fór fram samhliða leiknum. Þá var mikil og góð troðslusýning í hálfleik þar sem Sowell fór einnig á kostum.

Hjá konunum vann Shell-liðið, undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar vann Stjörnuleik Shell, undir stjórn Ágústs Björgvinssonar, 112-76. Ólíkt því fyrirkomulagi sem uppi er hjá körlunum eru liðin hjá konunum blönduð, þ.e. erlendir og íslenskir leikmenn spila saman í báðum liðum.

Ifeoma Okonkwo, leikmaður Hauka og Shell-liðsins, var valin maður leiksins en hún skoraði 23 stig á móti liði þjálfara síns. Keflvíkingarnir Birna Valgarðsdóttir og Kesha Watson, voru einnig atkvæðamiklar hjá Shell-liðinu, Birna með 19 stig og Watson með 17.

Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Grindavíkur, vann sigur í þriggja stiga keppninni sem fór fram samhliða leiknum. Hildur þurfti bráðabana til þess að tryggja sér sigur í úrslitunum á móti Stellu Rún Kristjánsdóttur úr ÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×