Erlent

Hillary vill fækka hermönnum í Írak

Hillary ræðir mvið al-Maliki, forseta Íraks (tv).
Hillary ræðir mvið al-Maliki, forseta Íraks (tv). MYND/AP

Hillary Clinton telur að hvorki Bandaríkjamenn né Írakar geti komið á friði í Írak. Hún kom þangað í dag í sína þriðju heimsókn og segir að það skeri sig í hjartað að sá að ástandið versni stöðugt.

Hillary sagði í samtali við ABC sjónvarpsstöðina að hún efaðist um að Írakar myndu standa við loforð sín um aukna þáttöku í öryggisgæslu í landinu. Hún sagði að allir sem hefðu heyrt þessi loforð áður hlytu að efast. Þá hafði hún ekki trú á því að það muni bjarga einhverju að senda fleiri bandaríska hermenn til Íraks.

Hillary sagði að öryggisráðstafanirnar í þessari heimsókn séu miklu strangari en þær hafi verið í fyrri heimsóknum. Þá hafi hún ekki beðin um að vera í skotheldu vesti og með hjálm, og þá hafi líverðir ekki fylgt henni hvert fótmál.

Öldungadeildarþingmaðurinn vill frekar fækka í bandaríska herliðinu en fjölga í því. Með því væri Írökum sýnt svart á hvítu að þáttaka Bandaríkjanna sé ekki ótakmörkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×