Erlent

Hreinsunarstarfi haldið áfram

MYND/AP

Norskir sérfræðingar vinna nú við að hreinsa upp olíuna sem lak úr flutningaskipinu Server sem strandaði við vesturströnd Noregs í fyrrakvöld. Skipið brotnaði í tvennt og tæp 300 tonn af olíu fóru í sjóinn. Skipverjar voru 25 og öllum bjargað.

Andreas Dimarakis, skipstjóri Server, þakkaði björgunarmönnum fyrir afrekið á blaðamannafundi í gærkvöldi. Hann sagðist harma slysið og umhverfisskaðan sem af því yrði og ætlaði að veita alla þá aðstoð sem hann gæti við sjópróf eftir helgina. Hann sagði það rangt að skipið hefði strandað vegna vélarbilunar. Hið rétta sé að sjógangur hafi verið til að draga úr vélarafli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×