Erlent

Rice í Mið-Austurlöndum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, á blaðamannafundi í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, á blaðamannafundi í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Ramalla á Vesturbakkanum í morgun til viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna.

Fulltrúar Fataha og Hamas hafa síðustu vikur fundað stíft og reynt að mynda starfhæfa þjóðstjórn Palestínumanna. Þær viðræður munu hafa gengið vel og gerði Abbas grein fyrir gangi þeirra á fundi sínum með Rice í morgun.

Utanríkisráðherrann heldur svo áfram ferð sinni um Mið-Austurlönd síðar í dag og fundar með Abdullah, Jórdaníukonungi. Á morgun ræðir hún svo við Olmert, forsætisráðherra Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×