Erlent

Biður Sýrlendinga að loka landamærum sínum

Jalal Talabani ásamt vini sínum George Bush.
Jalal Talabani ásamt vini sínum George Bush. MYND/AP

Jalal Talabani, forseti Íraks kom í dag til Damaskus til þess að reyna að fá forseta Sýrlands til þess að stöðva ferðir skæruliða yfir landamæri ríkjanna. Þessi heimsókn er farin aðeins nokkrum dögum eftir að George Bush, sakaði Sýrlendinga um að styðja hryðjuverkamenn í Írak. Ríkisstjórn Íraks hefur raunar sakað Sýrlendinga um hið sama.

Talabani fór beint af flugvellinum til forsetahallar Bashars Assads. Ekki er talið ólíklegt að sýrlandsforseti taki vel í bón Talabanis, þótt óvíst sem um efndir. Assad vill gjarnan bæta sambúð ríkjanna sem verið hefur slæm í áratugi, ekki síst þar sem Sýrlendingar studdu Írani, eftir að Saddam Hussein gerði þar innrás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×