Erlent

Lítið á innflytjendur sem auðlind

Benedikt XVI páfi.
Benedikt XVI páfi. MYND/AP

Benedikt sextándi páfi hvatti í dag þjóðir heims til þess að líta á farandverkamenn og innflytjendur sem auðlind en ekki vandamál. Hann hvatti einnig innflytjendur til þess að virða siði og gildi sinna nýju landa. Talsmaður Páfagarðs sagði að hans heilagleiki hefði áhyggjur af þróun í þessum málaflokki.

Í dag sé víða tilhneiging til þess að verja velmegun með lögum og reglum gagnvart því sem margir líti á sem ógn, sem sé  stöðugt flæði útlendinga og eldfim blanda af flóttamönnum og innflytjendum. Talsmaðurinn sagði að páfinn vildi auka fjárveitingar til mannúðarstarfa í þágu flóttamanna, ekki síst kvenna og barna sem auðveldlega yrðu fórnarlömb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×