Erlent

Varnarmálaráðherra Ísraels vill sleppa Arwan Barghouti

Barghouti var friðarsinni en gerðist herskár í uppreisninni árið 2000.
Barghouti var friðarsinni en gerðist herskár í uppreisninni árið 2000. MYND/AP

Aðstoðar varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að Ísraelar yrðu að finna einhverja leið til þess að sleppa Fatah leiðtoganum Marwan Barghouti, úr fangelsi. Barghouti er hæst setti Fatah leiðtoginn sem situr í fangelsi þeirra og sá sem mestrar virðingar nýtur meðal Palestínumanna.

Barghouti var lengst af hófsemdarmaður og hvatti til friðarviðræðna og stofnun Palestinsks ríkis við hlið Ísraels. Ísraelskir friðarsinnar áttu tíða fundi með honum. Árið 2000 þegar uppreisn Palestínumanna hófst sneri hann við blaðinu og hvatti til árása á Ísrael.

Þegar hann var loks handtekinn fékk hann fimmfaldan lífstíðardóm í fangelsi. Þar sem hann var dæmdur af borgaralegum dómstól er því aðeins hægt að láta hann lausan að forseti Ísraels náði hann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×