Erlent

Bush játar að hafa gert ástandið verra

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi.

Þegar fréttamaður 60 mínútna spurði Bush hvort að stjórn hans hefði ekki skapað óstöðugleikann í Írak svaraði Bush „Stjórn okkar upprætti óstöðuglega í Írak. Sjáðu fyrir þér heim þar sem Saddam væri að keppast við Írani um að koma sér upp kjarnavopnum. Hann var augljóstlega uppspretta óstöðugleika."

En þegar fréttamaðurinn sagði að ástandið væri verra í dag en það var fyrir innrásina svaraði Bush „Já, það er ekki spurning, ákvarðanir hafa gert ástandið óstöðugra. Ég held að þegar litið verður til baka á stríðið sjáist að margt hefði mátt gera á annan hátt. Engin spurning." Bush sagði enn fremur að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×