Lífið

Sundhöll verður hnefaleikahöll

Frá Íslandsmóti í hnefaleikum
Frá Íslandsmóti í hnefaleikum MYND/Daníel Rúnarsson

Gamla sundhöllin í í Keflavík hefur verið lánuð fyrir starfsemi hnefaleikafélags Reykjaness. Henni verður breitt í hnefaleikahöll þar sem innilaugin í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar hefur leyst hana af.

Búið er að leggja gólf yfir laugina og verið að leggja lokahönd á hnefaleikahringinn. Hefja á starfsemi Hnefaleikafélagsins í vikunni. Alls stunda um 110 börn og unglingar ólympíska hnefaleika hjá félaginu.

Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.