Viðskipti erlent

Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi

Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Rob Templeman, forstjóri Debenhams, segir í samtali við fréttaveituna Reuters, að samdrátturinn skrifist á gott veður í Bretlandi. Reksturinn hafi batnað lítillega en mikið verk sé fyrir höndum. Vorið og sumarið lofar hins vegar góðu en erfitt sé að spá fyrir um afleiðingar stýrivaxtahækkana í landinu, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×