Lífið

Tveir vinir og hinir ekki með

Hjónin Cox og Arquette munu framleiða sjónvarpsþættina Dirt.
Hjónin Cox og Arquette munu framleiða sjónvarpsþættina Dirt.

Jennifer Aniston og Courtney Cox munu mætast aftur á sjónvarpskjánum í nýjum dramaþáttum sem nefnast Dirt. Þetta verður í fyrsta sinn sem þær leika hvor á móti annarri síðan í Friends árið 2004.

Aniston mun leika gestahlutverk í þáttunum sem fjalla um samband fólks í skemmtanabransanum og götublaða.

Cox leikur harðan ritstjóra sem heitir Lucy Spiller en Aniston mun leika keppinaut hennar.

Dirt sem eru framleiddir af Courtney Cox og manni hennar David Arquette verða frumsýndir í Bandaríkjunum þann 27. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.