Lífið

Victoria skoðar hús og skóla í L.A.

Victoria spókar sig nú um í L.A.
Victoria spókar sig nú um í L.A.

Victoria Beckham er í Los Angeles að skoða glæsivillur og skóla fyrir drengina sína þrjá þá Brooklyn, Romeo og Cruz.

Hún er að undirbúa komu Beckhamfjölskyldunnar til Bandaríkjanna í sumar eftir að David, maðurinn hennar, ákvað að söðla um og semja við L.A. Galaxy. Mikið stendur til vegna flutninganna.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag svífur Victoria um á bleiku skýi þessa dagana og á eftir að njóta þess að vera í kastljósi fjölmiðlanna, jafnvel meira en sjálfur David Beckham. Flestir Bandaríkjamenn halda enda að knattspyrna sé íþrótt hugsuð fyrir konur og börn.

Umboðsmaðurinn Simon Fuller er að reyna að koma Victoríu í Aðþrengdar eiginkonur og hún ætlar að hann nýtt vörumerki DVB (David/Victoria/Beckham).

David hinsvegar segist vera að fara til Bandaríkjanna til þess að láta að sér kveða. „Ég ætla ekki að vera stórstjarna heldur hluti af liðinu, leggja hart að mér og vonandi vinna hluti," sagði hann.

Hann segist hafa ráðfært sig við vin sinn Tom Cruise áður en hann ákvað að flytja. „Auðvitað talaði ég við hann því Tom er mjög vitur maður og góður vinur. Það verður mjög gott fyrir okkur að eiga svona góða vini á staðunum þegar við komum til L.A.," sagði David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.