Lífið

Allt á fullu hjá Victoriu

Victoria Beckham á flugvellinum í Los Angeles á laugardaginn.
Victoria Beckham á flugvellinum í Los Angeles á laugardaginn. MYND/AP

Það stendur meira til í ferð Victoriu til Bandaríkjanna en að skoða hús og skóla. Hún var á Golden Globe verðlaunahátíðinni með Tom Cruise og konu hans Katie Holmes. Í dag ætlar Victoria að hitta Jennifer Lopez.

„J-Lo fundurinn er gríðarlega mikilvægur. Victoria ætlar að læra af J-Lo hvernig maður fer úr því að vera poppstjarna í það að vera virtur tískuhönnuður," sagði heimildarmaður. „Victoria lítur mjög upp til J-Lo. Hún er ekki bara fræg söngkona heldur líka mjög góð viðskiptakona sem á sitt eigið ilmvatn og tískulínu. Þannig vill Victoria vera," sagði annar heimildarmaður.

Lopez og Victoria eru orðnar góðar vinkonur eftir brúðkaup Tom Cruise og Katie Holmes á Ítalíu. „Hún hefur ekki áhuga á því að verða sjónvarpsstjarna, hún vill vinna á bak við myndavélarnar. Victoria elskar tísku, hönnun og stíl. Hún hefur gaman af öllu sem því við kemur. J-Lo hefur gefið henni fullt af góðum ráðum. Þær hafa rætt um að vinna saman," sagði heimildarmaður í Mail on Sunday.

Á fimmtudaginn ætlar Victoria að skoða skóla fyrir strákana sína áður en hún fer á föstudaginn.

Hjónunum David og Victoriu hefur verið boðið að koma fram í sjónvarpi og blöðum eins og hjá Opruh og Time magazine. Hugh Hefner hefur einnig áhuga á þeim hjónum og boðið þeim í Playboy-setrið. „Stelpurnar heyrðu að David væri að koma til L.A. og það fyrsta sem þær sögðu við mig var að ég yrði að bjóða þeim á Playboy-setrið", sagði Hefner.

Steven Spealberg og Rod Steward hafa þegar tryggt sér miða á leiki með L.A. Galaxy þegar Beckham kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.