Megrunartyggjó mögulega á markað 16. janúar 2007 19:18 Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða. Um er að ræða fjölpeptíð úr 36 amínósýrum sem myndað er í gamma-frumum Langerhanseyja í briskirtlinum. Það dregur úr löngun í mat þar sem það sannfærir líkamann um að svengd sé ekki fyrir að fara. Rannsóknir hafa sýnt að hófsamleg notkun hormónsins geti minnkað matarneyslu fólks um 15 til 20% á degi hverjum. Mýs sem hafa fengið hormónið hafa misst 15% líkamsþyngdar sinnar á viku. Vísindamenn í Bretlandi þróa nú lyf sem unnið er úr þessu hórmóni og telja að hægt verði að sprauta því í líkama fólks, líkt og insúlíni, inna átta ára. Steve Bloom, prófessor sem hefur unnið að rannsókninni, segir vitað að ef maður borði 1% minna á hverjum degi tapaði maður tæpum þremu kílóum á hverju ári, það er nokkuð þyngdartap. Áhrif lyfsins væru því töluverð. Lengri tíma markmið er að framleiða lyf úr hormóninu sem ekki þurfi að sprauta í líkamann. Það geti verið í formi nefspreys eða jafnvel tyggigúmmís. Þetta síðarnefnda gæti orðið að veruleika á næstu árum því bresku vísindamennirnir hafa nú fengið styrk frá þekktum, sjálfstæðum vísindasjóði í Bretlandi að jafnvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna íslenskra króna til að þróa slíkt ásamt öðru. Þeir sem rannsakað hafa hormónið segja meðferð með því ekki hættulega og frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Næringarfræðingar eru hins vegar á því að lyf séu ekki lausnin. Lisa Miles hjá samtökum breskra næringarfræðinga segir að fólk ætti ekki að bæta á sig í von um skjótvirka lausn síðar. Mestu skipti að koma í veg fyrir offitu með heilbrigðu líferni. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða. Um er að ræða fjölpeptíð úr 36 amínósýrum sem myndað er í gamma-frumum Langerhanseyja í briskirtlinum. Það dregur úr löngun í mat þar sem það sannfærir líkamann um að svengd sé ekki fyrir að fara. Rannsóknir hafa sýnt að hófsamleg notkun hormónsins geti minnkað matarneyslu fólks um 15 til 20% á degi hverjum. Mýs sem hafa fengið hormónið hafa misst 15% líkamsþyngdar sinnar á viku. Vísindamenn í Bretlandi þróa nú lyf sem unnið er úr þessu hórmóni og telja að hægt verði að sprauta því í líkama fólks, líkt og insúlíni, inna átta ára. Steve Bloom, prófessor sem hefur unnið að rannsókninni, segir vitað að ef maður borði 1% minna á hverjum degi tapaði maður tæpum þremu kílóum á hverju ári, það er nokkuð þyngdartap. Áhrif lyfsins væru því töluverð. Lengri tíma markmið er að framleiða lyf úr hormóninu sem ekki þurfi að sprauta í líkamann. Það geti verið í formi nefspreys eða jafnvel tyggigúmmís. Þetta síðarnefnda gæti orðið að veruleika á næstu árum því bresku vísindamennirnir hafa nú fengið styrk frá þekktum, sjálfstæðum vísindasjóði í Bretlandi að jafnvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna íslenskra króna til að þróa slíkt ásamt öðru. Þeir sem rannsakað hafa hormónið segja meðferð með því ekki hættulega og frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Næringarfræðingar eru hins vegar á því að lyf séu ekki lausnin. Lisa Miles hjá samtökum breskra næringarfræðinga segir að fólk ætti ekki að bæta á sig í von um skjótvirka lausn síðar. Mestu skipti að koma í veg fyrir offitu með heilbrigðu líferni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira