Lífið

Búinn í meðferð

Urban er klár í slaginn á ný
Urban er klár í slaginn á ný MYND/AP

Keith Urban hefur verið útskrifaður úr meðferð og er nú á leið í tónleikaferðalag. Hann ætlar að kynna plötu sína Love, Pain and The Whole Crazy Thing.

Urban sem er eiginmaður leikkonunnar Nicole Kidman var í þriggja mánaða meðferð. Hann innritaði sig í Október og tilkynnti að hann ætlaði að bæta ráð sitt og „sá mikið eftir því" að særa eiginkonu sína.

Kidman fór með honum þegar hann skráði sig og heimsótti manninn sinn reglulega á meðan meðferðinni stóð.

Urban byrjar heimstónleikareisu sína í Bretlandi og Þýskalandi svo taka Ástralía, Bandaríkin og Kanada við.

Platan kom út þann 7. nóvember síðastliðinn en öll kynningarstarfsemi hefur legið niðri vegna meðferðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.