Erlent

Jawohl mein...

Leiðsögutækin hafa tekið völdin í Þýskalandi.
Leiðsögutækin hafa tekið völdin í Þýskalandi.

Fjörutíu og sex ára gamall Þjóðverji, sem var á leið til Bremen, beygði bíl sínum skyndilega til vinstri upp á gangstétt, yfir gangstéttina og yfir járnbrautarteina, þar sem hann sat fastur. Hann gaf lögreglunni þá skýringu leiðsögutæki sitt hefði sagt sér að beygja. Leiðsögutæki þar sem rödd gefur fyrirmæli um akstursleið, eru orðin algeng í bílum.

Þetta hefur valdið furðulegustu uppákomum. Fólk hefur ekið út í skurði, keyrt niður kamra og jafnvel út á flugbrautir. Það er eftir því tekið að langflest óhöppin verða í Þýskalandi, þar sem ökumenn virðast skilyrðislaust hlýða skipunum leiðsögutækjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×