Viðskipti erlent

Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni.

Bandaríski seðlabankinn hækkaði stýrivexti einu sinni í fyrra en hélt þeim óbreyttum í júní sem batt enda á um tveggja ára viðvarandi hækkanaferli.

Helsta ástæðan fyrir vísitöluhækkuninnni eru hækkanir á raforkuverði vestanhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×