Erlent

Art Buchwald látinn

Art Buchwald.
Art Buchwald.

Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum.

Buchwald átti við erfið veikindi að stríða síðustu árin og gerði óspart grín að því í pistlum sínum, að hann hefði lifað lengur en læknar hans hefðu spáð. Hann átti það til að hringja í vini sína bara til þess að láta þá vita að hann væri ekki dauður.

Einn þessara vina var Benjamín Bradlee, fyrrverandi ritstjóri The Washington Post, Bradlee sagði að það síðasta sem hann hefði heyrt frá Buchwaldd væri að hann ætlaði sko ekki að deyja sama dag og Fidel Castro.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×