Erlent

Kynþáttafordómar í Big Brother

Silpha Shetty (t.v.) sést hér í rifrildi við einn af sambýlingum sínum.
Silpha Shetty (t.v.) sést hér í rifrildi við einn af sambýlingum sínum. MYND/AP
Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother.

Þátturinn gengur út á það að loka frægt fólk inni í húsi vikum saman þar sem fylgst er með því í gegnum sjónvarpsmyndavélar. Áhorfendur greiða síðan atkvæði um það hver er rekinn úr þáttunum og sá sem lengst er, sigrar.

Shetty hefur þurft að þola niðrandi athugasemdir sambýlisfólks síns og Bretar hafa mótmælt í tugum þúsunda. Jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur séð sig knúinn til þess að tjá sig um málið en breskir fjölmiðlar eru nú í mikilli naflaskoðun til þess að komast að því hvort að þátturinn gefi góða mynd af hinum venjulega Breta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×