Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að grýta mann með hellubroti

Karlmaður var í Hæstarétti í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta gangstéttarhellubroti í andlit annars manns með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð við auga auk þess sem sex tennur brotnuðu í munni hans.

Fallist var á þá fullyrðingu mannsins hann hafi ætlað að nota hellubrotið til að verja sig eða ógna en hann var á flótta undan manninum sem hann grýtti og félögum hans. Hins vegar var talið að manninum hefði hlotið að vera ljóst að það var stóhættulegt var að kasta hellubrotinu í átt að þeim sem fyrir því varð.

Auk fimm mánaða skilorðsbundins fangelsis var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu nærri hálfa milljón í skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×