Lífið

Hringur fékk sparibauk

Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor í Barnalækningum og sviðsstjóri Barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni.
Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor í Barnalækningum og sviðsstjóri Barnalækninga á Barnaspítala Hringsins, og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni.
Ísbjörninn á barnaspítala Hringsins fékk skemmtilega heimsókn:

Hringur fékk sparibauk frá Glitni með 593 þúsund krónum.

Fyrir jólin tilkynnti Glitnir að bankinn hefði ákveðið að styrkja ísbjörninn Hring, hinn káta og loðna vin barnanna á Barnaspítala Hringsins, um tæplega 600 þúsund krónur. Þá var einnig stofnaður sérstakur söfnunarreikningur þar sem almenningi gafst tækifæri til að styrkja Hring. Í dag fékk Hringur afhentan sparibauk með afrakstrinum, alls 593 þúsund krónum.

Ísbjörninn Hringur er hugarsmíð hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur og Ingólfs Arnar Guðmundssonar en þau fengu góða aðstoð frá Jóni Hámundi teiknara og Guðmundi Þór Kárasyni hönnuði við útfærslu og smíð bjarnarins. Þá aðstoðaði Björgvin Franz Gíslason leikari við að móta persónu Hrings.

Pétur Þorsteinn Óskarsson, talsmaður Glitnis, afhenti Hringi sparibaukinn á leikstofunni á Barnaspítala Hringsins í dag. Hann sagði það sérstakt ánægjuefni fyrir Glitni að styðja við bakið á verkefninu. „Það er til eftirbreytni þegar einstaklingar taka sig til og ákveða að láta gott af sér leiða með þessum hætti. Starfsemin hér á barnaspítalanum hefur fyrir löngu vakið þjóðarathygli og þeir sem hingað hafa komið með börn vita að það ríkir hér alveg sérstakur andi. Við hjá Glitni erum stolt af að fá að koma að þessu verkefni og vonum að Hringur verði ungu hetjunum sem hér dvelja góður stuðningur."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.