Erlent

Ísraelar skila skattfé

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP
Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina.



Ísraelar innheimta um fimmtíu milljónir dollara á mánuði, fyrir Palestínumenn, þannig að þeir eiga enn mikið fé inni. Samkvæmt ísraelskum lögum er hinsvegar ólöglegt að afhenda hryðjuverkasamtökum fé, og Hamas samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök, í Ísrael, í Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandi.

Ísraelar komst í kringum þessar reglur með því að skila fénu beint til Abbas, forseta, en ekki heimastjórnar Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×