Erlent

Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak

MYND/AP
Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrr í þessum mánuði að vonast væri til að Írakar gætu tekið við borginni Basra af breskum hermönnum, á nokkrum næstu vikum. Ráðherrann nefndi ekki fækkun í liðinu í því sambandi, en breskir fjölmiðlar hafa verið ósparir á vangaveltur. Um 7300 breskir hermenn eru nú í Írak.

Talsmaður breska heraflans í Írak sagði að blaðamannafundi, í dag, að það væri undir ríkisstjórnum landanna komið hvort breskar sveitir yrðu þar út árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×