Innlent

Bað stjórn Byrgisins um að krefjast lögreglurannsóknar

Ólafur Ólafsson, læknir Byrgisins og fyrrverandi landlæknir, bað stjórn meðferðarheimilisins um að krefjast lögreglurannsóknar vegna meintrar misnotkunar forstöðumanns á skjólstæðingum sínum. Hann segir að lögmaður Byrgisins hafi kært innan við sólarhring eftir að Kompásþáttur um Byrgið var sýndur viku fyrir jól.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ sagði fréttum í gær að ráðamenn litu á áfengissýki sem synd en ekki sjúkdóm. Hann varaðir landlækni og heilbrigðisráðuneytið við því í bréfi árið 2003 að fela ofsatrúarmönnum meðferð áfengissjúklinga. Ekki var annað að heyra á starfandi landlækni í gær en hann væri sammála Þorarnir.

Ólafur Ólafsson var landlæknir og hefur einnig verið læknir Byrgisins. Hann segir að Byrgið hafi ekki verið heilbrigðisstofnun heldur vistheimili. Faglega hafi þar verið staðið að málum þar hafi geðsjúkir ekki verið vistaðir og engin afeitrun framkvæmd á staðnum. Það verður ekki annað skilið en Ólafur snupri Matthías landlækni og Þórarinn Tyrfingsson fyrir að tala niður til trúarhópa sem standi að meðferðarstarfi.

Ólafur segir að innan sólarhrings eftir sýningu Kompásþáttar um Byrgið hafi hann og Magnús Skúlason, læknir beðið stjórn Byrgsins að kæra til lögreglu meinta misnotkun forstöðumanns á skjólstæðingum sínum. Hafi slík kæra verið lögð fram hjá lögreglu innan sólarhrings. Það er nánar rætt við Ólaf í Íslandi í dag á eftir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×