Sport

Glæsilegur sigur Ricky Hatton

Hatton á að baki 42 sigra, ekkert tap og 30 rothögg á ferlinum
Hatton á að baki 42 sigra, ekkert tap og 30 rothögg á ferlinum NordicPhotos/GettyImages
Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton stimplaði sig endanlega inn í hjörtu Bandaríkjamanna í nótt þegar hann vann sannfærandi sigur á Kólumbíumanninum Juan Urango á stigum og endurheimti IBF beltið í léttveltivigt. Talið er víst að Hatton muni næst mæta Jose Luis Castillo sem vann sinn bardaga í Las Vegas í nótt.

Hatton sýndi á sér nýja hlið í nótt þegar hann vann bardagann næsta örugglega á stigum með því að sýna þolinmæði og útsjónarsemi, en Hatton hefur hingað til verið þekktur fyrir skrautlegan bardagastíl. "Ég held ég hafi sýnt fólki hér í kvöld að ég er ekki bara bardagamaður og ég hlakka mikið til að koma hingað í sumar og sýna ykkur meira," sagði Hatton í viðtali eftir einvígið, en um 3000 manns fylgdu honum til Nevada frá Englandi. Hatton er fæddur í Manchester.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×