Viðskipti erlent

Citigroup kaupir af ABN Amro

Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins.

Með kaupunum, sem gert er ráð fyrir að ljúki í marslok, færist Citigroup upp um eitt sæti á lista yfir umsvifamestu lánveitendur á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum en hann var áður í fimmta sæti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×