Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn 22. janúar 2007 12:30 Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, á blaðamannafundi þegar fyrstu tölur lágu fyrir í gær. MYND/AP Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs. Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi. Vojislav Seselj, leiðtogi þjóðernissinna, er ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga. Hann varð þriðji í baráttunni um serbneska forsetaembættið árið 2002. Ári síðar gaf hann sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Síðan þá hefur seselj gagnrýnt þá málsmeðferð sem hann hefur fengið. Hann hefur meðal annars farið í mótmælasvelti þar sem ekki var orðið við kröfu hans um að hann fengi skipaða nýja verjendur. Flokkur Seseljs hlaut töluvert fylgi í síðustu kosningum. Fyrstu tölur nú benda til þess að flokkurnn hafi bætt við sig einu prósentustigi og hafi hlotið tæp 30% atkvæða. Enginn flokkur eða flokkabandalag hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gær og því verður að mynda samsteypustjórn. Telja stjórnmálaskýrendur í Serbíu það afar ólíklegt að fylgið frá í gær fleyti þjóðernissinnum í ríkisstjórn. Núverandii stjórnarflokkar geti haldið áfram samstarfi sínu náist samkomulag við tvo minni flokka. Þeir flokkar sem hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár eru mið- og hægriflokkar sem stefna á inngöngu í Evrópusambandið. Nýrri ríkisstjórn bíða fjölmörg verkefni. Gera þarf umbætur í efnahagsmálum, bæta samskiptin við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sem hafa tafið aðildarviðræður við ESB, og ræða framtíð Kósóvó-héraðs. Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, vonar að greiðlega gangi að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir sigur þjóðernissinna. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif úrslitin hafi á viðræður um framtíð Kósóvó-héraðs.
Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira